Íbúar Grafarholts geta tekið til matar síns á ný Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 11:47 Starfsmenn Krónunnar í Grafarholti eru hæstánægðir með opnunina. Krónan Verslun Krónunnar að Þjóðhildarstíg í Grafarholti hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokað í lok maí. Síðan þá hafa íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals þurft að leita út fyrir hverfið að matvöru. Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira