Íslensku stelpurnar í undanúrslit eftir stórsigur á Írum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:26 Agnes María Svansdóttir var frábær í dag með fimm þrista og 26 stig á aðeins 28 mínútum. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta var í miklu stuði í dag þegar liðið vann 43 stiga sigur á Írum, 88-45, í milliriðli í B-deild Evrópumótsins. Þetta er næststærsti sigur liðsins í sögunni. Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira