Draumaferðin til Íslands komst sífellt í uppnám Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 15:35 Ferðin til Íslands bara ætlaði ekki að ganga upp. Vísir/Vilhelm Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu. Staðarmiðill frá Detroit á vegum ABC-fréttastofunnar fjallaði um mál parsins, Zach og Meghan Wardell, á dögunum. Fyrsta fluginu þeirra var frestað vegna vélarvandræða. Í öðru fluginu voru þau á leið frá Detroit til Amsterdam með flugfélaginu Delta þegar farþegi kvartaði yfir því að maturinn í vélinni væri ónýtur. Í kjölfarið tilkynnti flugstjórinn að vélinni yrði snúið við, og vélinn lenti á JFK-flugvellinum í New York. Delta hefur síðan gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist rannsaka hvernig standi á því að maturinn hafi verið ónýtur. Flugfélagið segist harma atvikið. Frá New York flugu þau til Norður-Karólínu þar sem þau ætluðu að millilenda áður en þau færu til Íslands. En þegar þau voru að fara inn um hliðið að vél Icelandair var þeim tilkynnt að miðarnir þeirra væru ekki gildir. „Við hugsuðum með okkur að þetta hlyti að vera brandari. Við vorum alveg örmagna,“ sagði Meghan Wardell. Í kjölfarið voru þau aftur bókuð til New York. Þar voru þau um helgina þegar þau gáfu ABC-fréttastofunni viðtal. Þá sögðu þau ferðina sína í lausu lofti, en vonuðust til að ná brúðkaupinu, sem fór fram um helgina. Daginn eftir greindi ABC-fréttastofan frá því að þau væru loksins komin til Íslands eftir mikla svaðilför. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Staðarmiðill frá Detroit á vegum ABC-fréttastofunnar fjallaði um mál parsins, Zach og Meghan Wardell, á dögunum. Fyrsta fluginu þeirra var frestað vegna vélarvandræða. Í öðru fluginu voru þau á leið frá Detroit til Amsterdam með flugfélaginu Delta þegar farþegi kvartaði yfir því að maturinn í vélinni væri ónýtur. Í kjölfarið tilkynnti flugstjórinn að vélinni yrði snúið við, og vélinn lenti á JFK-flugvellinum í New York. Delta hefur síðan gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist rannsaka hvernig standi á því að maturinn hafi verið ónýtur. Flugfélagið segist harma atvikið. Frá New York flugu þau til Norður-Karólínu þar sem þau ætluðu að millilenda áður en þau færu til Íslands. En þegar þau voru að fara inn um hliðið að vél Icelandair var þeim tilkynnt að miðarnir þeirra væru ekki gildir. „Við hugsuðum með okkur að þetta hlyti að vera brandari. Við vorum alveg örmagna,“ sagði Meghan Wardell. Í kjölfarið voru þau aftur bókuð til New York. Þar voru þau um helgina þegar þau gáfu ABC-fréttastofunni viðtal. Þá sögðu þau ferðina sína í lausu lofti, en vonuðust til að ná brúðkaupinu, sem fór fram um helgina. Daginn eftir greindi ABC-fréttastofan frá því að þau væru loksins komin til Íslands eftir mikla svaðilför.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira