Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 08:30 Darwin Núnez missti algjörlega stjórn á sér og það gæti kostað hann langt bann. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira