Gular viðvaranir alla helgina Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 07:58 Kort Veðurstofu Íslands Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira