Húsið er 3.530 fermetrar að stærð búið tólf svefnherbergjum og tuttugu og fjórum baðberherbergjum, tólf bílskúrum, einkastæði sem rúmar áttatíu ökutæki, heilsulind, tennisvöll og fimm þúsund fermetra gestaíbúð svo fátt eitt sé nefnt.

Eignin var sett á sölu síðdegis í gær aðeins einum mánuði eftir þrálátan orðróm um yfirvofandi skilnað Affleck og Lopez en þau hafa eytt miklum tíma í sundur síðastliðnar vikur og mánuði.
Á bandaríska fasteignavefnum Redfin kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 2000 en fengið allsherjar yfirhalningu síðastliðna fjóra mánuði þar sem ekkert var til sparað. Hjónin festu kaup á húsinu snemma í byrjun síðasta árs.



Lopez og Affleck gengu í hjónaband þann 16. júlí 2022. Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony.