Bjarni segir atburði gærkvöldsins átakanlega Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 11:37 Bjarni Benediktsson fordæmir árásina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir skotárás sem beindist gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem var framin í gær. Einn lést, tveir eru alvarlega særðir og sjálfur fékk Trump skot í eyra en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. „Árásin á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á kosningafundi gærdagsins er átakanleg. Pólitískt ofbeldi á engan stað í samfélögum okkar. Hugur minn er hjá honum, öðrum fórnarlömbum, og fjölskyldum þeirra á erfiðum tíma. Ég óska Donald Trump skjóts bata,“ skrifar Bjarni í færslu á samfélagsmiðlinum X. The attack on former President Donald Trump at yesterday's campaign rally is shocking. Political violence has no place in our societies. My thoughts are with him, other victims, and their families during this difficult time. Wishing @realDonaldTrump a speedy recovery.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 14, 2024 Hann bætist þar með í stóran hóp þjóðarleiðtoga sem fordæma árásina og óska Trump bata. Sigmundur ekki hrifinn af CNN Bjarni er ekki fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn til að láta sig málið varða á X. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti færslu í gær þar sem hann gagnrýndi fréttaflutning bandaríska miðilsins CNN af málinu. Sigmundur setti út á fréttamat CNN, sem setti frétt um árásina í þriðja efsta pláss á vefnum sínum. Jafnframt virtist hann ósáttur með fyrirsögn miðilsins. „Við vitum að CNN er ekki hrifið af Trump en er þetta ekki einum of langt gengið út frá óháðu fréttamati? Beint í þriðju frétt undir fyrirsögninni „Öryggisþjónustan drífur Trump af sviði eftir að hann dettur á kosningafundi““ Við vitum að CNN er ekki hrifið af Trump en er þetta ekki einum of langt gengið út frá óháðu fréttamati?Beint í þriðju frétt undir fyrirsögninni „Öryggisþjónustan drífur Trump af sviði eftir að hann dettur á kosningafundi” pic.twitter.com/ivptmgpH77— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) July 13, 2024 Bandaríkin Donald Trump Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Einn lést, tveir eru alvarlega særðir og sjálfur fékk Trump skot í eyra en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. „Árásin á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á kosningafundi gærdagsins er átakanleg. Pólitískt ofbeldi á engan stað í samfélögum okkar. Hugur minn er hjá honum, öðrum fórnarlömbum, og fjölskyldum þeirra á erfiðum tíma. Ég óska Donald Trump skjóts bata,“ skrifar Bjarni í færslu á samfélagsmiðlinum X. The attack on former President Donald Trump at yesterday's campaign rally is shocking. Political violence has no place in our societies. My thoughts are with him, other victims, and their families during this difficult time. Wishing @realDonaldTrump a speedy recovery.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 14, 2024 Hann bætist þar með í stóran hóp þjóðarleiðtoga sem fordæma árásina og óska Trump bata. Sigmundur ekki hrifinn af CNN Bjarni er ekki fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn til að láta sig málið varða á X. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti færslu í gær þar sem hann gagnrýndi fréttaflutning bandaríska miðilsins CNN af málinu. Sigmundur setti út á fréttamat CNN, sem setti frétt um árásina í þriðja efsta pláss á vefnum sínum. Jafnframt virtist hann ósáttur með fyrirsögn miðilsins. „Við vitum að CNN er ekki hrifið af Trump en er þetta ekki einum of langt gengið út frá óháðu fréttamati? Beint í þriðju frétt undir fyrirsögninni „Öryggisþjónustan drífur Trump af sviði eftir að hann dettur á kosningafundi““ Við vitum að CNN er ekki hrifið af Trump en er þetta ekki einum of langt gengið út frá óháðu fréttamati?Beint í þriðju frétt undir fyrirsögninni „Öryggisþjónustan drífur Trump af sviði eftir að hann dettur á kosningafundi” pic.twitter.com/ivptmgpH77— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) July 13, 2024
Bandaríkin Donald Trump Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira