„Ég ætti að vera dauður“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 07:58 Trump og öryggisverðirnir þegar skotið hafði hæft hann í eyrað. Getty „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ New York Post greinir frá þessu. „Ég ætti ekki að vera hérna, ég á að vera dauður. Læknirinn sagði að hann hefði aldrei séð annað eins, hann kallaði þetta kraftaverk,“ sagði Trump. Hann var með stórt hvítt sárabindi um hægra eyrað, bannað var að taka ljósmyndir. Trump segir að hefði hann ekki snúið höfðinu örlítið til hægri til þess að lesa af skilti um ólöglega innflytjendur, hefði skotið drepið hann. Í staðinn reif það lítinn bút úr eyra hans. Hann sagðist hafa viljað halda ræðunni áfram, en öryggisverðirnir hafi sagt honum að það væri ekki öruggt og að þeir þyrftu að koma honum á spítala. Hann kvaðst þakklátur öryggisvörðunum, sem hann sagði hafa tæklað hann eins og varnarmenn í fótbolta. Bíðið, mig vantar skóinn Trump gerði einnig grein fyrir ummælum sem hafa vakið athygli um skóinn, í myndbandinu af atvikinu má heyra hann segja „Bíðið, mig langar að sækja skóinn minn.“ Hann útskýrir málið fyrir New York Post, en hann segir að öryggisverðirnir hafi tæklað hann svo harkalega að skórnir hafi dottið af honum, „og þeir eru samt þröngir,“ sagði hann brosandi. Trump var spurður að því hvort hann hefði hugsað sér að mæta í jarðarför mannsins sem lést, en maðurinn var slökkviliðsmaður sem fórnaði sér og hlífði konu sinni og dóttur við skotunum. „Já“ sagði Trump, og sagði svo við aðstoðarmenn sína „finnið númerinn, mig langar að fara á spítalann og hringja í allar fjölskyldurnar.“ „Hvort sem það er af guðs náð eða lukku, margir segja þetta sé guði að þakka, þá er ég ennþá hér,“ segir Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
New York Post greinir frá þessu. „Ég ætti ekki að vera hérna, ég á að vera dauður. Læknirinn sagði að hann hefði aldrei séð annað eins, hann kallaði þetta kraftaverk,“ sagði Trump. Hann var með stórt hvítt sárabindi um hægra eyrað, bannað var að taka ljósmyndir. Trump segir að hefði hann ekki snúið höfðinu örlítið til hægri til þess að lesa af skilti um ólöglega innflytjendur, hefði skotið drepið hann. Í staðinn reif það lítinn bút úr eyra hans. Hann sagðist hafa viljað halda ræðunni áfram, en öryggisverðirnir hafi sagt honum að það væri ekki öruggt og að þeir þyrftu að koma honum á spítala. Hann kvaðst þakklátur öryggisvörðunum, sem hann sagði hafa tæklað hann eins og varnarmenn í fótbolta. Bíðið, mig vantar skóinn Trump gerði einnig grein fyrir ummælum sem hafa vakið athygli um skóinn, í myndbandinu af atvikinu má heyra hann segja „Bíðið, mig langar að sækja skóinn minn.“ Hann útskýrir málið fyrir New York Post, en hann segir að öryggisverðirnir hafi tæklað hann svo harkalega að skórnir hafi dottið af honum, „og þeir eru samt þröngir,“ sagði hann brosandi. Trump var spurður að því hvort hann hefði hugsað sér að mæta í jarðarför mannsins sem lést, en maðurinn var slökkviliðsmaður sem fórnaði sér og hlífði konu sinni og dóttur við skotunum. „Já“ sagði Trump, og sagði svo við aðstoðarmenn sína „finnið númerinn, mig langar að fara á spítalann og hringja í allar fjölskyldurnar.“ „Hvort sem það er af guðs náð eða lukku, margir segja þetta sé guði að þakka, þá er ég ennþá hér,“ segir Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira