Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 15:38 Frá síðasta eldgosi við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira