Englendingar á EM en Svíar og Norðmenn þurfa í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 20:30 Lucy Bronze og Fridolina Rolfö eigast við í Gautaborg í kvöld. Vísir/Getty Bæði Svíar og Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Undankeppninni lauk í kvöld þar sem Englendingar og Svíar háðu harða baráttu um beint sæti í lokakeppninni. Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0 EM í Sviss 2025 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0
EM í Sviss 2025 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira