Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:35 Helga Lind og Júlíanna eftir langan ferðadag sem skilaði þeim í Borgartúnið. Aðsend Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. „Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind. Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind.
Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58