England: Hver er kominn, að koma, farinn og að fara? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:01 Kyle Walker-Peters, Pierre Emil Höjbjerg og Ivan Toney gætu allir fært sig um set innan ensku úrvalsdeildarinnar áður en komandi tímabil hefst. Vísir/Getty Images Nú þegar Evrópumóti karla í knattspyrnu er lokið má búast við félög ensku úrvalsdeildarinnar fari á fullt að versla, og selja, leikmenn fyrir komandi tímabil. Að því tilefni hefur Sky Sports tekið saman hvaða leikmenn liðin eru að skoða og hverjir gætu verið á förum. Arsenal Voru grátlega nálægt Englandsmeisturum Manchester City á síðustu leiktíð en tókst á endanum ekki að velta þeim af stalli. Talið er að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sé á höttunum á eftir vinstri bakverði þar sem Oleksandr Zinchenko átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori - ein af stjörnum EM - er sagður við það að ganga til liðs við félagið. Þá hefur markvörðurinn David Raya verið keyptur eftir að vera á láni á síðustu leiktíð. Talið er að Eddie Nketiah og Emile Smith Rowe gætu verið á förum. Aston Villa Mætt í Meistaradeild Evrópu og þegar hafist handa á leikmannamarkaðnum. Virðist styttast í að belgíski landsliðsmaðurinn Amadou Onana verði kynntur til leiks. Þá hefur félagið fest kaup á miðjumanninum Ross Barkley og hinum efnilegu Ian Maatsen og Samuel Iling-Junior. Brasilíumaðurinn Douglas Luiz er hins vegar genginn í raðir ítalska stórliðsins Juventus. Bournemouth Eftir erfiða byrjun sýndi lið Andoni Iraola góða takta og spilaði mjög góðan fótbolta. Félagið vill fyrir alla muni halda sínum bestu mönnum – Dominic Solanke, Milos Kerkez, Max Aarons og Philip Billing. Annað er aukaatriði. Talið er að Kieffer Moore yfirgefi félagið og ungur framherji komi í hans stað. Brentford Glímdu við mikil meiðsli á síðustu leiktíð og þá var Ivan Toney í leikbanni vegna veðmála framan af leiktíð. Thomas Frank tókst að stýra skútunni í örugga höfn en Brentford hefur ekki áhuga á að vera í fallbaráttu á næstu leiktíð. Toney er orðaður við fjölda liða og hefur liðið nú þegar keypt framherjann Igor Thiago. Gæti hann verið mögulegur eftirmaður Toney þó svo Englendingurinn sé enn leikmaður félagsins. Talið er að Brentford ætli sér að kaupa vinstri bakvörð, miðvörð, miðjumann og vængmann í sumar. Hafa nöfn eins og Alfie Doughty, Sepp van den Berg, Max Beier, Johan Bakayoko, Jonathan Rowe og Assane Diao verið nefnd til sögunnar. Brighton & Hove Albion Stóra sagan var sú að Roberot De Zerbi yfirgaf félagið og hinn 31 árs gamli Fabian Hurzeler tók við sem þjálfari liðsins. Brighton hefur þegar keypt Yankuba Minteh, Mats Wieffer, Malick Junior Yalcouyé og Amario Cozier-Duberry. Hægri bakvörðurinn Kyle Walker-Peters er á óskalistanum ásamt miðjumanninn Diego Gomez og vængmanninum Crysencio Sommerville. Þá er Brighton að reyna halda Pascal Gross sem virðist þó svo gott sem genginn í raðir Borussia Dortmund. Chelsea Það er aldrei lognmolla á Brúnni. Mauricio Pochettino er genginn frá borði og Enzo Maresca er mættur til að þjálfa. Stuðningsfólk liðsins vill sjá það aftur í hæstu hæðum en miðað við þá leikmenn sem hafa verið keyptir gæti það tekið tíma. Kiernan Dewsbury-Hall fylgdi Maresca frá Leicester City. Þá á Tosin Adarabioyo að leysa Thiago Silva af hólmi. Þá hafa fjögur ungstirni verið keypt; Omari Kellyman, Estevao Willian, Marc Guiu og Renato Vega ásamt Aaron Anselmino sem kemur frá Boca Juniors í desember. Framherjarnir Max Beier og Jhon Duran eru einnig á óskalistanum á meðan Conor Gallagher, Trevoh Chalobah og Armando Broja eru orðaðir frá félaginu. Crystal Palace Oliver Glasner gerði Palace að einu áhugaverðasta liði ensku deildarinnar á síðustu leiktíð. Fjöldi leikmanna liðsins er því gríðarlega eftirsóttur. Michael Olise er genginn í raðir Bayern München og þá er næsta víst að landsliðsmenn Englands, þeir Eberechi Eze og Marc Guéhi, væru til í að fara í stærra félag. Marcus Edwards, leikmaður Sporting í Portúgal, gæti verið arftaki Olise og þá vill félagið fleiri miðverði. Daichi Kamada er nefndur til sögunnar. Everton Áttu erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð vegna fjárhagsvandræða. Tókst á endanum að halda sæti sínu en gætu misst sína bestu menn. Onana er svo gott sem farinn til Villa á meðan Manchester United vill Jarrad Branthwaite og Newcastle United vill Dominic Calvert-Lewin. Tim Iroegbunam og Iliman Ndiaye eru komnir til liðsins en óvíst er hversu stóra rullu þeir munu spila. Fulham Marco Silva er áfram þjálfari liðsins en hann er orðinn þreyttur á að missa alltaf sína bestu leikmenn. Að þessu sinni er það miðvörðurinn Tosin sem gekk í raðir Chelsea, miðjumaðurinn João Palhinha er farinn til Bayern og vængmaðurinn Willian er samningslaus. Fulham er orðað við Smith Rowe hjá Arsenal en hann ætti eflaust að fylla skarðið sem Willian skilur eftir sig. Þá þarf að fylla stórt skarð á miðri miðju liðsins en Palhinha hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Fulham. Skotinn Scott McTominay hjá Man United hefur verið orðaður við Fulham og þá gæti hinn danski Pierre-Emile Højbjerg fært sig um set í Lundúnum en hann er í dag leikmaður Tottenham Hotspur. Einnig er Fulham sagt hafa áhuga á Andre, leikmanni Fluminense. Þá vill Silva fá nýjan vinstri bakvörð og hægri vængmann - sérstaklega ef Harry Wilson gengur í raðir Ajax. Ipswich Town Nýliðar Ipswich Town eru óvænt komnir upp í deild þeirra bestu eftir að fara upp um tvær deildir á tveimur árum. Félagið hélt í þjálfara sinn, Kieran McKenna, og hefur þegar hafið að byggja upp leikmannahóp liðsins fyrir komandi leiktíð. Komnir eru markvörðurinn Arijanet Muric frá Burnley, hægri bakvörðurinn Ben Johnson frá West Ham United, miðvörðurinn Jacob Greaves frá Hull City, vængmaðurinn Omari Hutchinson frá Chelsea og framherjinn Liam Delap frá Manchester City. Leicester City Steve Cooper, fyrrverandi þjálfari Nottingham Forst, leysir Maresca af hólmi sem þjálfari liðsins. Hann fær það verðuga verkefni að halda refunum í deild þeirra bestu. Liðið hefur þegar sótt Bobby De Cordova-Reid, Issahaku-Fatawu, Caleb Okoli og Michael Golding. Einnig er liðið að reyna kaupa vinstri bakvörð, miðjumann, vængmann og framherja. Það er þó ekki mikið til og Leicester þarf að vera sniðugt á leikmannamarkaðnum. Liverpool Arne Slot leysir Jurgen Klopp af hólmi og má reikna með töluverðum breytingum á starfsliði félagsins sem og nokkrum á leikmannahópi þess. Joel Matip er horfinn á braut en talið er að Jarell Quansah leysi stöðu hans í miðri vörninni. Liverpool reyndi að kaupa Anthony Taylor en Newcastle United vildi Quansah upp í kaupverðið og því gengu kaupin ekki upp. Sky veit ekki hvaða aðra leikmenn Liverpool er helst að skoða þessa dagana. Manchester City Englandsmeistarar Man City eru á höttunum á eftir fimmta titlinum í röð. Það er þó ekki búist við miklum breytingum á leikmannahóp félagsins. Framherjinn Savio er kominn frá systurfélaginu Troyes eftir frábært tímabil með Girona á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Ederson hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en það hefur ekki enn borist tilboð. Þá er talið víst að miðjumaðurinn Kalvin Phillips yfirgefi félagið. Manchester United Segja má að Man Utd sé að hefja nýtt upphaf, bæði innan vallar sem utan. Miklar breytingar hafa orðið á starfsliði félagsins síðan Sir Jim Ratcliffe gerðist minnihluta eigandi. Þá má reikna með enn frekari breytingum á leikmannahópi þess. Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee er kominn frá Bologna og miðvörðurinn Leny Yoro er við það að ganga í raðir félagsins. Það virðist sem Erik Ten Hag vilji breyta til í vörn liðsins en Man Utd hefur áhuga á Branthwaite hjá Everton, Matthijs de Ligt hjá Bayern, Jean-Clair Todibo hjá Nice og Guéhi hjá Palace. Einnig hefur félagið hlerað Jonathan Tah, miðvörð Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins. Hvað miðju liðsins varðar þá er Manuel Ugarte orðaður við Old Trafford en hann er í dag leikmaður París Saint-Germain. Miðvörðurinn Willy Kambwala er genginn í raðir Villareal á Spáni og Mason Greenwood verður á næstu dögum seldur til Marseille ef allt gengur eftir. José Mourinho vill fá Victor Lindelöf til Tyrklands, Aaron Wan-Bissaka er orðaður við West Ham og Casemiro við Sádi-Arabíu. Newcastle United Markverðirnir dysseas Vlachodimos og John Ruddy eru komnir sem og Lloyd Kelly á frjálsri sölu. Þá hefur félagið selt Yankuba Minteh til Brighton og Elliot Anderson til Nottingham Forest. Eddie Howe vill fá miðjumenn, hægri vængmann og framherja til að létta undir Alexander Isak. Þá er félagið opið fyrir því að selja Miguel Almiron og jafnvel Callum Wilson fari svo að Calvert-Lewin komi frá Everton. Nottingham Forest Félagið seldi Orel Mangala og Moussa Niakhate til Lyon. Anderson er kominn frá Newcastle ásamt þeim Eric da Silva Moreira frá st. Pauli og Carlos Miguel frá Corinthians. Miðvörðurinn Nikola Milenkovic er í þann mund að ganga í raðir félagsins frá Fiorentina á Ítalíu. Southampton Nýliðarnir þurfa heldur betur að styrkja sig og hafa sótt Ronnie Edwards, miðvörð frá Peterborough United í ensku C-deildinni, sem á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands ásamt Nathan Wood frá Swansea City, Charlie Taylor og Flynn Downes frá West Ham United. Þeir vilja sækja annan sóknarþenkjandi miðjumann og orðaðir við framherjann Broja hjá Chelsea. Tottenham Hotpsur Vilja styrkja miðsvæðið og eru orðaðir við Gallagher frá Chelsea, sem er skrítið þar sem enski landsliðsmaðurinn hefur borið fyrirliðaband Chelsea á undanförnum mánuðum. Timo Werner er kominn á láni í annað sinn og hinn ungi Archie Gray var keyptur frá Leeds United. Þá hefur Spurs áhuga á Jacob Ramsey, miðjumanni Villa. Miðjumaðurinn Højbjerg er enn á ný orðaður frá félaginu. Sama má segja um Oliver Skipp og Giovani Lo Celso. Framtíð Emerson Royal, Bryan Gil, Sergio Reguilon, Djed Spence og Richarlison er í óvissu. West Ham United Julen Lopetegui er tekinn við af David Moyes og því má reikna með miklum breytingum á leikstíl West Ham. Eflaust verða sömuleiðis breytingar á leikmannahópi liðsins. Max Kilman er kominn frá Úlfunum og Luis Guilherme frá Palmeiras í Brasilíu. Hamrarnir ætla sér þó að festa kaup á fleiri mönnum. Nice hefur samþykkt tilboð félagsins í Todibo en miðvörðurinn hefur ekki komist að samkomulagi við West Ham. Þá vill Lopetegui fá nýjan hægri bakvörð, Wan-Bissaka og Walker-Peters eru á óskalistanum. Einnig vill þjálfarinn fá miðjumann og framherja. Wolves Var spáð falli í fyrra en Gary O‘Neil hélt liðinu örugglega uppi. Hann þarf nú að endurtaka leikinn. Fyrirliðinn Kilman er farinn til West Ham en í hans stað hafa Jorgen Strand Larsen, Pedro Lima og Rodrigo Gomes allir gengið í raðir Úlfanna. O‘Neil vill fá nýjan miðvörð og vængmann ásamt eftirmanni þeirra leikmanna sem þeir selja. Pedro Neto er orðaður við Tottenham og Marseille hefur boðið í Hee-Chan Hwang. Þá er Rayan Ait-Nouri eftirsóttur. Enska úrvalsdeildin hefst 16. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Að því tilefni hefur Sky Sports tekið saman hvaða leikmenn liðin eru að skoða og hverjir gætu verið á förum. Arsenal Voru grátlega nálægt Englandsmeisturum Manchester City á síðustu leiktíð en tókst á endanum ekki að velta þeim af stalli. Talið er að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sé á höttunum á eftir vinstri bakverði þar sem Oleksandr Zinchenko átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori - ein af stjörnum EM - er sagður við það að ganga til liðs við félagið. Þá hefur markvörðurinn David Raya verið keyptur eftir að vera á láni á síðustu leiktíð. Talið er að Eddie Nketiah og Emile Smith Rowe gætu verið á förum. Aston Villa Mætt í Meistaradeild Evrópu og þegar hafist handa á leikmannamarkaðnum. Virðist styttast í að belgíski landsliðsmaðurinn Amadou Onana verði kynntur til leiks. Þá hefur félagið fest kaup á miðjumanninum Ross Barkley og hinum efnilegu Ian Maatsen og Samuel Iling-Junior. Brasilíumaðurinn Douglas Luiz er hins vegar genginn í raðir ítalska stórliðsins Juventus. Bournemouth Eftir erfiða byrjun sýndi lið Andoni Iraola góða takta og spilaði mjög góðan fótbolta. Félagið vill fyrir alla muni halda sínum bestu mönnum – Dominic Solanke, Milos Kerkez, Max Aarons og Philip Billing. Annað er aukaatriði. Talið er að Kieffer Moore yfirgefi félagið og ungur framherji komi í hans stað. Brentford Glímdu við mikil meiðsli á síðustu leiktíð og þá var Ivan Toney í leikbanni vegna veðmála framan af leiktíð. Thomas Frank tókst að stýra skútunni í örugga höfn en Brentford hefur ekki áhuga á að vera í fallbaráttu á næstu leiktíð. Toney er orðaður við fjölda liða og hefur liðið nú þegar keypt framherjann Igor Thiago. Gæti hann verið mögulegur eftirmaður Toney þó svo Englendingurinn sé enn leikmaður félagsins. Talið er að Brentford ætli sér að kaupa vinstri bakvörð, miðvörð, miðjumann og vængmann í sumar. Hafa nöfn eins og Alfie Doughty, Sepp van den Berg, Max Beier, Johan Bakayoko, Jonathan Rowe og Assane Diao verið nefnd til sögunnar. Brighton & Hove Albion Stóra sagan var sú að Roberot De Zerbi yfirgaf félagið og hinn 31 árs gamli Fabian Hurzeler tók við sem þjálfari liðsins. Brighton hefur þegar keypt Yankuba Minteh, Mats Wieffer, Malick Junior Yalcouyé og Amario Cozier-Duberry. Hægri bakvörðurinn Kyle Walker-Peters er á óskalistanum ásamt miðjumanninn Diego Gomez og vængmanninum Crysencio Sommerville. Þá er Brighton að reyna halda Pascal Gross sem virðist þó svo gott sem genginn í raðir Borussia Dortmund. Chelsea Það er aldrei lognmolla á Brúnni. Mauricio Pochettino er genginn frá borði og Enzo Maresca er mættur til að þjálfa. Stuðningsfólk liðsins vill sjá það aftur í hæstu hæðum en miðað við þá leikmenn sem hafa verið keyptir gæti það tekið tíma. Kiernan Dewsbury-Hall fylgdi Maresca frá Leicester City. Þá á Tosin Adarabioyo að leysa Thiago Silva af hólmi. Þá hafa fjögur ungstirni verið keypt; Omari Kellyman, Estevao Willian, Marc Guiu og Renato Vega ásamt Aaron Anselmino sem kemur frá Boca Juniors í desember. Framherjarnir Max Beier og Jhon Duran eru einnig á óskalistanum á meðan Conor Gallagher, Trevoh Chalobah og Armando Broja eru orðaðir frá félaginu. Crystal Palace Oliver Glasner gerði Palace að einu áhugaverðasta liði ensku deildarinnar á síðustu leiktíð. Fjöldi leikmanna liðsins er því gríðarlega eftirsóttur. Michael Olise er genginn í raðir Bayern München og þá er næsta víst að landsliðsmenn Englands, þeir Eberechi Eze og Marc Guéhi, væru til í að fara í stærra félag. Marcus Edwards, leikmaður Sporting í Portúgal, gæti verið arftaki Olise og þá vill félagið fleiri miðverði. Daichi Kamada er nefndur til sögunnar. Everton Áttu erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð vegna fjárhagsvandræða. Tókst á endanum að halda sæti sínu en gætu misst sína bestu menn. Onana er svo gott sem farinn til Villa á meðan Manchester United vill Jarrad Branthwaite og Newcastle United vill Dominic Calvert-Lewin. Tim Iroegbunam og Iliman Ndiaye eru komnir til liðsins en óvíst er hversu stóra rullu þeir munu spila. Fulham Marco Silva er áfram þjálfari liðsins en hann er orðinn þreyttur á að missa alltaf sína bestu leikmenn. Að þessu sinni er það miðvörðurinn Tosin sem gekk í raðir Chelsea, miðjumaðurinn João Palhinha er farinn til Bayern og vængmaðurinn Willian er samningslaus. Fulham er orðað við Smith Rowe hjá Arsenal en hann ætti eflaust að fylla skarðið sem Willian skilur eftir sig. Þá þarf að fylla stórt skarð á miðri miðju liðsins en Palhinha hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Fulham. Skotinn Scott McTominay hjá Man United hefur verið orðaður við Fulham og þá gæti hinn danski Pierre-Emile Højbjerg fært sig um set í Lundúnum en hann er í dag leikmaður Tottenham Hotspur. Einnig er Fulham sagt hafa áhuga á Andre, leikmanni Fluminense. Þá vill Silva fá nýjan vinstri bakvörð og hægri vængmann - sérstaklega ef Harry Wilson gengur í raðir Ajax. Ipswich Town Nýliðar Ipswich Town eru óvænt komnir upp í deild þeirra bestu eftir að fara upp um tvær deildir á tveimur árum. Félagið hélt í þjálfara sinn, Kieran McKenna, og hefur þegar hafið að byggja upp leikmannahóp liðsins fyrir komandi leiktíð. Komnir eru markvörðurinn Arijanet Muric frá Burnley, hægri bakvörðurinn Ben Johnson frá West Ham United, miðvörðurinn Jacob Greaves frá Hull City, vængmaðurinn Omari Hutchinson frá Chelsea og framherjinn Liam Delap frá Manchester City. Leicester City Steve Cooper, fyrrverandi þjálfari Nottingham Forst, leysir Maresca af hólmi sem þjálfari liðsins. Hann fær það verðuga verkefni að halda refunum í deild þeirra bestu. Liðið hefur þegar sótt Bobby De Cordova-Reid, Issahaku-Fatawu, Caleb Okoli og Michael Golding. Einnig er liðið að reyna kaupa vinstri bakvörð, miðjumann, vængmann og framherja. Það er þó ekki mikið til og Leicester þarf að vera sniðugt á leikmannamarkaðnum. Liverpool Arne Slot leysir Jurgen Klopp af hólmi og má reikna með töluverðum breytingum á starfsliði félagsins sem og nokkrum á leikmannahópi þess. Joel Matip er horfinn á braut en talið er að Jarell Quansah leysi stöðu hans í miðri vörninni. Liverpool reyndi að kaupa Anthony Taylor en Newcastle United vildi Quansah upp í kaupverðið og því gengu kaupin ekki upp. Sky veit ekki hvaða aðra leikmenn Liverpool er helst að skoða þessa dagana. Manchester City Englandsmeistarar Man City eru á höttunum á eftir fimmta titlinum í röð. Það er þó ekki búist við miklum breytingum á leikmannahóp félagsins. Framherjinn Savio er kominn frá systurfélaginu Troyes eftir frábært tímabil með Girona á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Ederson hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en það hefur ekki enn borist tilboð. Þá er talið víst að miðjumaðurinn Kalvin Phillips yfirgefi félagið. Manchester United Segja má að Man Utd sé að hefja nýtt upphaf, bæði innan vallar sem utan. Miklar breytingar hafa orðið á starfsliði félagsins síðan Sir Jim Ratcliffe gerðist minnihluta eigandi. Þá má reikna með enn frekari breytingum á leikmannahópi þess. Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee er kominn frá Bologna og miðvörðurinn Leny Yoro er við það að ganga í raðir félagsins. Það virðist sem Erik Ten Hag vilji breyta til í vörn liðsins en Man Utd hefur áhuga á Branthwaite hjá Everton, Matthijs de Ligt hjá Bayern, Jean-Clair Todibo hjá Nice og Guéhi hjá Palace. Einnig hefur félagið hlerað Jonathan Tah, miðvörð Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins. Hvað miðju liðsins varðar þá er Manuel Ugarte orðaður við Old Trafford en hann er í dag leikmaður París Saint-Germain. Miðvörðurinn Willy Kambwala er genginn í raðir Villareal á Spáni og Mason Greenwood verður á næstu dögum seldur til Marseille ef allt gengur eftir. José Mourinho vill fá Victor Lindelöf til Tyrklands, Aaron Wan-Bissaka er orðaður við West Ham og Casemiro við Sádi-Arabíu. Newcastle United Markverðirnir dysseas Vlachodimos og John Ruddy eru komnir sem og Lloyd Kelly á frjálsri sölu. Þá hefur félagið selt Yankuba Minteh til Brighton og Elliot Anderson til Nottingham Forest. Eddie Howe vill fá miðjumenn, hægri vængmann og framherja til að létta undir Alexander Isak. Þá er félagið opið fyrir því að selja Miguel Almiron og jafnvel Callum Wilson fari svo að Calvert-Lewin komi frá Everton. Nottingham Forest Félagið seldi Orel Mangala og Moussa Niakhate til Lyon. Anderson er kominn frá Newcastle ásamt þeim Eric da Silva Moreira frá st. Pauli og Carlos Miguel frá Corinthians. Miðvörðurinn Nikola Milenkovic er í þann mund að ganga í raðir félagsins frá Fiorentina á Ítalíu. Southampton Nýliðarnir þurfa heldur betur að styrkja sig og hafa sótt Ronnie Edwards, miðvörð frá Peterborough United í ensku C-deildinni, sem á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands ásamt Nathan Wood frá Swansea City, Charlie Taylor og Flynn Downes frá West Ham United. Þeir vilja sækja annan sóknarþenkjandi miðjumann og orðaðir við framherjann Broja hjá Chelsea. Tottenham Hotpsur Vilja styrkja miðsvæðið og eru orðaðir við Gallagher frá Chelsea, sem er skrítið þar sem enski landsliðsmaðurinn hefur borið fyrirliðaband Chelsea á undanförnum mánuðum. Timo Werner er kominn á láni í annað sinn og hinn ungi Archie Gray var keyptur frá Leeds United. Þá hefur Spurs áhuga á Jacob Ramsey, miðjumanni Villa. Miðjumaðurinn Højbjerg er enn á ný orðaður frá félaginu. Sama má segja um Oliver Skipp og Giovani Lo Celso. Framtíð Emerson Royal, Bryan Gil, Sergio Reguilon, Djed Spence og Richarlison er í óvissu. West Ham United Julen Lopetegui er tekinn við af David Moyes og því má reikna með miklum breytingum á leikstíl West Ham. Eflaust verða sömuleiðis breytingar á leikmannahópi liðsins. Max Kilman er kominn frá Úlfunum og Luis Guilherme frá Palmeiras í Brasilíu. Hamrarnir ætla sér þó að festa kaup á fleiri mönnum. Nice hefur samþykkt tilboð félagsins í Todibo en miðvörðurinn hefur ekki komist að samkomulagi við West Ham. Þá vill Lopetegui fá nýjan hægri bakvörð, Wan-Bissaka og Walker-Peters eru á óskalistanum. Einnig vill þjálfarinn fá miðjumann og framherja. Wolves Var spáð falli í fyrra en Gary O‘Neil hélt liðinu örugglega uppi. Hann þarf nú að endurtaka leikinn. Fyrirliðinn Kilman er farinn til West Ham en í hans stað hafa Jorgen Strand Larsen, Pedro Lima og Rodrigo Gomes allir gengið í raðir Úlfanna. O‘Neil vill fá nýjan miðvörð og vængmann ásamt eftirmanni þeirra leikmanna sem þeir selja. Pedro Neto er orðaður við Tottenham og Marseille hefur boðið í Hee-Chan Hwang. Þá er Rayan Ait-Nouri eftirsóttur. Enska úrvalsdeildin hefst 16. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira