Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júlí 2024 17:37 Bjarki Snær Þorsteinsson og Stefanía Marta Jónasdóttir vilja bjóða upp á góðan mat á góðu verði. Aðsend Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
„Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent