Keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum 58 ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 14:01 Zhiying Zeng sýnir það að aldrei eru of seint að byrja að elta draumana sína. Getty/Ezra Shaw/ Hún hætti að keppa í íþróttinni sinni árið 1986 en sneri óvænt aftur og vann sér sæti á Ólympíuleikunum árið 2024. Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár. Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira
Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár.
Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira