Slysið átti sér stað upp um sjö í morgun og voru viðbragðsaðilar komnir á vettvang sunnan við Straumsvík klukkan 7:03.
Hann hlaut eins og fram kom minniháttar eymsli og skrámur en var fluttur á bráðamóttöku í Fossvogi með sjúkrabíl til aðhlynningar.
Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að bíllinn, sem hlaut talsvert tjón, hafi verið fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl.