Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:37 Harris hefur mælst betur gegn Trump en Biden frá því að síðastnefndi dró sig í hlé. Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira