Samkvæmt heimildum Vísis varð einhver handvömm í skráningu Kristófers á leikskýrslu fyrir leikinn. Færa átti hann úr byrjunarliði á bekkinn en deildar meiningar eru um það hvort mistökin hafi orðið hjá vef UEFA eða Blikum sjálfum þegar leikskýrslan var gerð.
Reynt var að tjónka við eftirlitsmann UEFA á leiknum til að fá mistökin leiðrétt en honum varð ekki haggað.
Kristófer hefur komið við sögu í átta leikjum Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og þá skoraði hann í báðum leikjum Breiðabliks gegn GFK Tikves.