Willams, sem er 22 ára, fór á kostum með Spáni á Evrópumótinu, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Þá var hann með 100 prósent sendinganákvæmni gegn Georgíu en það er í fyrsta sinn í sögu EM sem leikmaður nær slíkri nákvæmni.
Willams er samningsbundinn Athletic Bilbao til ársins 2027 en er með ákvæði í samningum sem segir að hann sé falur fyrir 48 milljónir punda.
Barcelona er tilbúið að reiða þá upphæð fram ásamt PSG og þá hefur Liverpool einnig verið nefnt til sögunnar, en Williams er sjálfur sagður vilja spila áfram á Spáni.
🚨🇪🇸 Barcelona keep waiting for Nico Williams’ to inform them about his final decision, it won’t be long.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2024
Premier League clubs and PSG, also waiting… while feeling he prefers Spain.
↪️⚪️🔴 Athletic already prepared new deal for Nico with higher salary if he decides to stay. pic.twitter.com/XBxer77gev
Á borðinu er fimm ára samningur við Barcelona sem Williams þarf að taka afstöðu til og bíða allir aðilar nú með öndina í hálsinum eftir ákvörðun hans. Athletic Bilbao hefur þegar boðið honum nýjan samning og launahækkun og þá er PSG sagt tilbúið að tvöfalda launatilboð Barcelona.