Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þá mætir fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands í myndver og fer yfir stöðuna á hlaupinu úr Mýrdalsjökli. Það er í rénun en miklar skemmdir urðu á þjóðveginum austan Skálmar.
Við gerum einnig upp umdeild bílakaup Höllu Tómasdóttur, ræðum við bílasala og heyrum hvað fólki á förnum vegi finnst um málið. Þá verður farið yfir spána um verslunarmannahelgina og í Sportpakkanum heyrum við í afreksstjóra Íþróttasambands Íslands sem líst illa á að sundhluta þríþrautarinnar á Ólympíuleikunum verði mögulega aflýst.