Tölum um umferðaröryggi Ágúst Mogensen skrifar 30. júlí 2024 08:00 Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur. Ástæðan er oftast sú að ökumaður ekur of hratt, er þreyttur undir stýri eða er undir áhrifum áfengis eða vímuefna, eða er í símanum á meðan ekið er. Flest þau sem slasast eru ungir ökumenn á aldrinum 17-20 ára, af öllum kynjum. Einkenni slysa á þjóðvegum eru árekstrar, útafakstur og bílveltur en það er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Notkun bílbelta dregur úr meiðslum ef slys verða og með því að draga úr hraða og blanda ekki saman áfengi og akstri má fækka slysum. Ræðum við ungu ökumennina okkar Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast með tilheyrandi stuði og útihátíðum má búast við að umferðin á vegunum verði mikil. Margir eru á ferðinni, fólk fer í sumarbústaði, bæjarhátíðir og umferð erlendra ferðamanna er einnig töluverð. Ekki síst eru ungu ökumennirnir okkar á leiðinni í stuðið, hjá þeim eru bílarnir oft þéttsetnir og stemmingin mikil. En áður en þau rúlla úr hlaðinu heima, ræðum við ungmennin okkar og minnum þau á að gæta að hraðanum, hvíla sig áður en lagt er af stað og auðvitað að keyra aldrei undir áhrifum. Gætum þess líka að vera þeim fyrirmynd í þessum efnum sjálf, besta forvörnin er að sýna þeim heilbrigða hegðun í umferðinni. Ölvunarakstur Ölvunarakstur er ein af algengustu orsökum alvarlegra slysa og vert að hafa í huga nú um verslunarmannahelgina þegar áfengi er haft um hönd. Áfengið kann að virka sem hressleikameðal, sérstaklega í upphafi neyslu en þá er alkóhólið bara að slökkva á bremsunni hjá okkur. Áfengi hefur í raun slævandi áhrif á taugakerfið, dregur úr athygli og viðbragðsflýti. Því er best er að láta bílinn alveg vera ef verið er að drekka og sofa vel áður en lagt er í hann daginn eftir. Lögreglan er með sérstakt eftirlit með stútum undir stýri um verslunarmannahelgina en allir geta lagt sitt af mörkum því rannsóknir hafa sýnt að viðhorf vina, kunningja og ættingja til ölvunaraksturs skiptir máli. Ef ölvunarakstur er litinn hornauga í hópnum þá eru minni líkur að einhver keyri eftir að hafa fengið sér áfengi. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Það er líka hollt að velta fyrir sér hvernig á að fara að ef bílprófið tapast. Þarftu bíl til að komast til vinnu? Skutla á leikskóla? Komast í skóla? Tímasparnaður sem fylgir hraðakstri er sáralítill og óréttlætanlegur þar sem aukning á slysahættu eykst svo um munar. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Umferðin getur verið þung og hæg þegar fólk er að leggja af stað í ferðalag en við verðum bara sýna þolinmæði. Tökum ekki óþarfa áhættu með framúrakstri og gerum það ekki nema útsýni sé gott og engin umferð á móti. Árekstur á 90 km/klst. hraða við annan bíl er mjög alvarlegt umferðarslys því hvorki bílarnir eða mannfólkið eru hönnuð til að þola þann árekstrarhraða. Látum farsímann vera í akstri Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á 90 km/hraða vegna þess þú þarft að lesa og skrifa skilaboð eins og ,,já er að lenda”, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. Að stilla síma á akstursstillingu (Driving focus/Driving mode) áður en haldið er af stað dregur úr áreiti frá símanum og óþarfa truflun. Fleiri dotta undir stýri en okkur grunar Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 40% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% viðurkenndu að hafa dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagstímum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega um verslunarmannahelgina og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Samgöngur Ferðalög Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur. Ástæðan er oftast sú að ökumaður ekur of hratt, er þreyttur undir stýri eða er undir áhrifum áfengis eða vímuefna, eða er í símanum á meðan ekið er. Flest þau sem slasast eru ungir ökumenn á aldrinum 17-20 ára, af öllum kynjum. Einkenni slysa á þjóðvegum eru árekstrar, útafakstur og bílveltur en það er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Notkun bílbelta dregur úr meiðslum ef slys verða og með því að draga úr hraða og blanda ekki saman áfengi og akstri má fækka slysum. Ræðum við ungu ökumennina okkar Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast með tilheyrandi stuði og útihátíðum má búast við að umferðin á vegunum verði mikil. Margir eru á ferðinni, fólk fer í sumarbústaði, bæjarhátíðir og umferð erlendra ferðamanna er einnig töluverð. Ekki síst eru ungu ökumennirnir okkar á leiðinni í stuðið, hjá þeim eru bílarnir oft þéttsetnir og stemmingin mikil. En áður en þau rúlla úr hlaðinu heima, ræðum við ungmennin okkar og minnum þau á að gæta að hraðanum, hvíla sig áður en lagt er af stað og auðvitað að keyra aldrei undir áhrifum. Gætum þess líka að vera þeim fyrirmynd í þessum efnum sjálf, besta forvörnin er að sýna þeim heilbrigða hegðun í umferðinni. Ölvunarakstur Ölvunarakstur er ein af algengustu orsökum alvarlegra slysa og vert að hafa í huga nú um verslunarmannahelgina þegar áfengi er haft um hönd. Áfengið kann að virka sem hressleikameðal, sérstaklega í upphafi neyslu en þá er alkóhólið bara að slökkva á bremsunni hjá okkur. Áfengi hefur í raun slævandi áhrif á taugakerfið, dregur úr athygli og viðbragðsflýti. Því er best er að láta bílinn alveg vera ef verið er að drekka og sofa vel áður en lagt er í hann daginn eftir. Lögreglan er með sérstakt eftirlit með stútum undir stýri um verslunarmannahelgina en allir geta lagt sitt af mörkum því rannsóknir hafa sýnt að viðhorf vina, kunningja og ættingja til ölvunaraksturs skiptir máli. Ef ölvunarakstur er litinn hornauga í hópnum þá eru minni líkur að einhver keyri eftir að hafa fengið sér áfengi. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Það er líka hollt að velta fyrir sér hvernig á að fara að ef bílprófið tapast. Þarftu bíl til að komast til vinnu? Skutla á leikskóla? Komast í skóla? Tímasparnaður sem fylgir hraðakstri er sáralítill og óréttlætanlegur þar sem aukning á slysahættu eykst svo um munar. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Umferðin getur verið þung og hæg þegar fólk er að leggja af stað í ferðalag en við verðum bara sýna þolinmæði. Tökum ekki óþarfa áhættu með framúrakstri og gerum það ekki nema útsýni sé gott og engin umferð á móti. Árekstur á 90 km/klst. hraða við annan bíl er mjög alvarlegt umferðarslys því hvorki bílarnir eða mannfólkið eru hönnuð til að þola þann árekstrarhraða. Látum farsímann vera í akstri Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á 90 km/hraða vegna þess þú þarft að lesa og skrifa skilaboð eins og ,,já er að lenda”, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. Að stilla síma á akstursstillingu (Driving focus/Driving mode) áður en haldið er af stað dregur úr áreiti frá símanum og óþarfa truflun. Fleiri dotta undir stýri en okkur grunar Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 40% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% viðurkenndu að hafa dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagstímum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega um verslunarmannahelgina og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun