Hjónin færa sig því ekki langt en í síðasta mánuði settu þau íbúð sína að Meistaravöllum í Vesturbænum á sölu. Gamla íbúðin var hundrað fermetrar að stærð en sú nýja er 172,3 fermetrar auk þess sem 33,4 fermetra bílskúr fylgir eigninni.
Þau Kjartan Henry og Helga eignuðust sitt þriðja barn í desember og má því ætla að betur muni fara um fjölskylduna á hinum nýja stað. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni en uppsett verð samkvæmt söluskrá var 159,9 milljónir króna.











