Í eðli okkar að fylgjast með náunganum Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2024 07:01 Sólarstundir í Reykjavík voru undir meðaltali í fyrri hluta júlímánaðar. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir sumarið ekki vera uppáhaldstíma allra. Aðsend-Vísir/Vilhelm Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. Farið er að síga á seinni hluta sumarsins og óhætt að segja að misskipt veðrið hafi valdið vonbrigðum í vissum landshlutum. Til að mynda var úrkoma í Reykjavík 40 prósent umfram meðallag í fyrri hluta júlímánaðar og sólskinsstundir 64,6 sem samsvarar 21 stund undir meðallagi. Þá var júní tiltölulega kaldur á landinu öllu miðað við árstíma. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes segir að dræmt sumarveður geti vissulega haft áhrif líðan fólks. Margir þættir spili þar inn í og oft sé fleiri en ein ástæða fyrir því að fólki líði ekki vel. Eðlilegt sé að fólk á Íslandi þyrsti í sól, birtu og yl eftir kaldan og dimman vetur. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við íbúa á suðvesturhorninu í sumar.vísir/vilhelm „Á meðan það eru eflaust vonbrigði fyrir mörg að fá vætusamt og grátt sumar þá er það líka mjög misjafnt milli fólks hvort og hvaða áhrif það hefur. Það þarf til dæmis að taka inn í myndina hugmyndir og væntingar fólks til sumarsins á Íslandi og hvað það ætlaði sér að gera og hversu miklu máli það skiptir fyrir það persónulega að veðrið sé sólríkt eða ekki,“ segir Hulda. Fólk upplifi veður á ólíkan hátt og geti einnig fundið fyrir létti þegar það er ekki blíða því þá fái það síður samviskubit yfir því að vera innandyra. Svo getur fólk líka upplifað pressu á vorin og sumrin um að það eigi að vera glatt og líða vel ef sólin skín og ef líðan er ekki þannig finnst fólki það stundum vera að gera eitthvað rangt. Einnig tengi sumt fólki árstíðir við fyrri upplifanir og áföll og sumarið því ekki endilega uppáhaldstími allra. Gott að spyrja hvað fólk vilji út úr sumrinu Íslendingar bera oft miklar væntingar til sumarsins sem getur jafnvel reynst erfitt að standa undir. Þá er sumarið stundum fljótt að líða og dæmi um að fólk kvíði fyrir haustinu. Hulda segir skipta máli að kanna þær væntingar sem það hafi til sumarleyfisins og hverjar þarfirnar eru. „Er það afslöppun, eða tilbreyting, gæðastundir með vinum, að ná að hitta allt fólkið sem gefst ekki tími fyrir annars, það að prófa eitthvað nýtt, að taka heimilið eða garðinn í gegn eða bara reyna að ná sér niður eftir of mikla streitu í of langan tíma?“ Ástæða til að staldra við ef pressan er of mikil Hulda bendir á að ef fólk upplifi streitu í sumarfríinu þá geti verið gott að staldra við og reyna að finna uppsprettuna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka frí frá vinnu en ég myndi líka vilja skoða hvers vegna daglegt, ,,venjulegt” líf er svona streituvaldandi eins og það er í okkar samfélagi. Hulda telur ekki heilbrigt að mikil streita sé almennt talin eðlilegur hluti af hverjum einasta degi með þeim afleiðingum að hún verður langvarandi og fer að valda heilsubrestum. „Þetta eru allt atriði sem ég myndi telja að þyrfti að skoða og ræða ef fólk er að lenda í því að líða illa með það að fríið þeirra stendur ekki undir væntingum. Kannski er hægt að hugsa hlutina á annan hátt eða breyta taktinum yfir árið. Það er allavega eitthvað til að skoða ef fólk er stressað í sumarfríinu sínu yfir því að vera ekki að njóta nóg, hvílast nóg, gera nóg eða ef það er að telja niður hve stutt það er í að það fari til vinnu aftur.“ Samanburður geti verið ávísun á vanlíðan „Mér hefur fundist fólk vera þreyttara undanfarið og verið í mikilli streitu fyrir sumarfríið og kannski stressað að byrja í álaginu aftur. Þegar þannig ástand skapast getur það tekið lengri tíma en bara tvær til fjórar vikur að jafna sig og finna fyrir ró í taugakerfinu okkar,“ segir Hulda. Skutl, skammdegi og streituvaldandi vinna. Íslenska sumarið getur verið fljótt að líða og dæmi um að fólk kvíði haustinu.vísir/vilhelm „Ég held að þessi umræða snúist því ekki endilega bara um fríið heldur menninguna okkar og þennan hraða takt sem er að slíta fólki út en telst samt sem áður vera einhver dyggð,“ segir Hulda og vísar til algenga frasans ,,Er ekki alltaf brjálað að gera?” Svo lifum við auðvitað í kapítalísku samfélagi þar sem við verðum að gera allt, eiga allt, vera framúrskarandi, falleg, í góðu formi og allt þetta rugl. Samfélagsmiðlar geri það síðan auðvelt fyrir fólk að keppast um þessa hluti og bera sig saman við aðra í tíma og ótíma. „Sem er oft bara ávísun á vanlíðan. Það er í eðli okkar að fylgjast með náunganum og bera okkur saman við annað fólk en við þurfum að vera vakandi fyrir því hvað á sér stað innra með okkur, læra að þekkja gildi okkar og okkur sjálf og hvað við viljum lifa fyrir. Þessi blessaða hamingja sem við höfum verið svo upptekin af er nefnilega nátengd þessum þáttum og tengslum okkar við annað fólk.“ Foreldrar sjaldan endurnærðir eftir frí með börnum Sumarið getur verið annasamur tími fyrir barnafólk sem þarf þá í auknum mæli að hafa ofan af fyrir börnum sínum á meðan skóla- og frístundastarf er í pásu. Sumarleyfi barna frá skóla- og frístundastarfi hefur oft töluvert rask í för með sér.vísir/vilhelm Hulda segir mikilvægt að muna að það geti verið mjög krefjandi vinna að sinna heimili og börnum og jafnvel stundum meira streituvaldandi en launað starf. „Sú vinna á sér stað allan sólarhringinn og felur í sér umönnun, skipulag, þrif, tiltekt og allskyns áreiti. Þó svo að foreldrar geti að sjálfsögðu notið þess að eiga gæðastundir með börnum sínum í fríinu er kannski ekki endilega líklegt að þeir verði endurnærðir eftir þannig „frí“.“ Það er mikilvægt að við tökum til greina og viðurkennum vinnuna sem er fólgin í því að sinna börnum, jafnvel þó við elskum þau eða eigum þau. Ólaunuð vinna mæðra aukist oft á sumrin Hulda bendir á að rannsóknir og reynsluheimur kvenna sýni að mæður vinni þessa ólaunuðu vinnu tengda börnum og heimili mun frekar en feður og þá einkum í gagnkynja samböndum. „Það er vitað að þessi byrði dreifist ójafnt og að afleiðingar þess álags sem fylgir því að vera á vaktinni fyrir heimili og börn eru miklar og alvarlegar fyrir konur. Fyrir heilsu þeirra, starfsframa, frítíma, eftirlaunakjör og fleira,“ segir Hulda. „Þetta á við sama hvaða árstími er en það er vel þekkt að tilfinningaleg, hugræn og líkamleg vinna mæðra á vaktinni eykst á sérstökum álagstímum eins og í fríum eða við ferðalög, veislur, hátíðir eða annað uppbrot á hversdagsleikanum.“ Geðheilbrigði Veður Börn og uppeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvernig skal takast á við slæma veðrið Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. 26. júlí 2024 12:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Farið er að síga á seinni hluta sumarsins og óhætt að segja að misskipt veðrið hafi valdið vonbrigðum í vissum landshlutum. Til að mynda var úrkoma í Reykjavík 40 prósent umfram meðallag í fyrri hluta júlímánaðar og sólskinsstundir 64,6 sem samsvarar 21 stund undir meðallagi. Þá var júní tiltölulega kaldur á landinu öllu miðað við árstíma. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes segir að dræmt sumarveður geti vissulega haft áhrif líðan fólks. Margir þættir spili þar inn í og oft sé fleiri en ein ástæða fyrir því að fólki líði ekki vel. Eðlilegt sé að fólk á Íslandi þyrsti í sól, birtu og yl eftir kaldan og dimman vetur. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við íbúa á suðvesturhorninu í sumar.vísir/vilhelm „Á meðan það eru eflaust vonbrigði fyrir mörg að fá vætusamt og grátt sumar þá er það líka mjög misjafnt milli fólks hvort og hvaða áhrif það hefur. Það þarf til dæmis að taka inn í myndina hugmyndir og væntingar fólks til sumarsins á Íslandi og hvað það ætlaði sér að gera og hversu miklu máli það skiptir fyrir það persónulega að veðrið sé sólríkt eða ekki,“ segir Hulda. Fólk upplifi veður á ólíkan hátt og geti einnig fundið fyrir létti þegar það er ekki blíða því þá fái það síður samviskubit yfir því að vera innandyra. Svo getur fólk líka upplifað pressu á vorin og sumrin um að það eigi að vera glatt og líða vel ef sólin skín og ef líðan er ekki þannig finnst fólki það stundum vera að gera eitthvað rangt. Einnig tengi sumt fólki árstíðir við fyrri upplifanir og áföll og sumarið því ekki endilega uppáhaldstími allra. Gott að spyrja hvað fólk vilji út úr sumrinu Íslendingar bera oft miklar væntingar til sumarsins sem getur jafnvel reynst erfitt að standa undir. Þá er sumarið stundum fljótt að líða og dæmi um að fólk kvíði fyrir haustinu. Hulda segir skipta máli að kanna þær væntingar sem það hafi til sumarleyfisins og hverjar þarfirnar eru. „Er það afslöppun, eða tilbreyting, gæðastundir með vinum, að ná að hitta allt fólkið sem gefst ekki tími fyrir annars, það að prófa eitthvað nýtt, að taka heimilið eða garðinn í gegn eða bara reyna að ná sér niður eftir of mikla streitu í of langan tíma?“ Ástæða til að staldra við ef pressan er of mikil Hulda bendir á að ef fólk upplifi streitu í sumarfríinu þá geti verið gott að staldra við og reyna að finna uppsprettuna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka frí frá vinnu en ég myndi líka vilja skoða hvers vegna daglegt, ,,venjulegt” líf er svona streituvaldandi eins og það er í okkar samfélagi. Hulda telur ekki heilbrigt að mikil streita sé almennt talin eðlilegur hluti af hverjum einasta degi með þeim afleiðingum að hún verður langvarandi og fer að valda heilsubrestum. „Þetta eru allt atriði sem ég myndi telja að þyrfti að skoða og ræða ef fólk er að lenda í því að líða illa með það að fríið þeirra stendur ekki undir væntingum. Kannski er hægt að hugsa hlutina á annan hátt eða breyta taktinum yfir árið. Það er allavega eitthvað til að skoða ef fólk er stressað í sumarfríinu sínu yfir því að vera ekki að njóta nóg, hvílast nóg, gera nóg eða ef það er að telja niður hve stutt það er í að það fari til vinnu aftur.“ Samanburður geti verið ávísun á vanlíðan „Mér hefur fundist fólk vera þreyttara undanfarið og verið í mikilli streitu fyrir sumarfríið og kannski stressað að byrja í álaginu aftur. Þegar þannig ástand skapast getur það tekið lengri tíma en bara tvær til fjórar vikur að jafna sig og finna fyrir ró í taugakerfinu okkar,“ segir Hulda. Skutl, skammdegi og streituvaldandi vinna. Íslenska sumarið getur verið fljótt að líða og dæmi um að fólk kvíði haustinu.vísir/vilhelm „Ég held að þessi umræða snúist því ekki endilega bara um fríið heldur menninguna okkar og þennan hraða takt sem er að slíta fólki út en telst samt sem áður vera einhver dyggð,“ segir Hulda og vísar til algenga frasans ,,Er ekki alltaf brjálað að gera?” Svo lifum við auðvitað í kapítalísku samfélagi þar sem við verðum að gera allt, eiga allt, vera framúrskarandi, falleg, í góðu formi og allt þetta rugl. Samfélagsmiðlar geri það síðan auðvelt fyrir fólk að keppast um þessa hluti og bera sig saman við aðra í tíma og ótíma. „Sem er oft bara ávísun á vanlíðan. Það er í eðli okkar að fylgjast með náunganum og bera okkur saman við annað fólk en við þurfum að vera vakandi fyrir því hvað á sér stað innra með okkur, læra að þekkja gildi okkar og okkur sjálf og hvað við viljum lifa fyrir. Þessi blessaða hamingja sem við höfum verið svo upptekin af er nefnilega nátengd þessum þáttum og tengslum okkar við annað fólk.“ Foreldrar sjaldan endurnærðir eftir frí með börnum Sumarið getur verið annasamur tími fyrir barnafólk sem þarf þá í auknum mæli að hafa ofan af fyrir börnum sínum á meðan skóla- og frístundastarf er í pásu. Sumarleyfi barna frá skóla- og frístundastarfi hefur oft töluvert rask í för með sér.vísir/vilhelm Hulda segir mikilvægt að muna að það geti verið mjög krefjandi vinna að sinna heimili og börnum og jafnvel stundum meira streituvaldandi en launað starf. „Sú vinna á sér stað allan sólarhringinn og felur í sér umönnun, skipulag, þrif, tiltekt og allskyns áreiti. Þó svo að foreldrar geti að sjálfsögðu notið þess að eiga gæðastundir með börnum sínum í fríinu er kannski ekki endilega líklegt að þeir verði endurnærðir eftir þannig „frí“.“ Það er mikilvægt að við tökum til greina og viðurkennum vinnuna sem er fólgin í því að sinna börnum, jafnvel þó við elskum þau eða eigum þau. Ólaunuð vinna mæðra aukist oft á sumrin Hulda bendir á að rannsóknir og reynsluheimur kvenna sýni að mæður vinni þessa ólaunuðu vinnu tengda börnum og heimili mun frekar en feður og þá einkum í gagnkynja samböndum. „Það er vitað að þessi byrði dreifist ójafnt og að afleiðingar þess álags sem fylgir því að vera á vaktinni fyrir heimili og börn eru miklar og alvarlegar fyrir konur. Fyrir heilsu þeirra, starfsframa, frítíma, eftirlaunakjör og fleira,“ segir Hulda. „Þetta á við sama hvaða árstími er en það er vel þekkt að tilfinningaleg, hugræn og líkamleg vinna mæðra á vaktinni eykst á sérstökum álagstímum eins og í fríum eða við ferðalög, veislur, hátíðir eða annað uppbrot á hversdagsleikanum.“
Geðheilbrigði Veður Börn og uppeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvernig skal takast á við slæma veðrið Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. 26. júlí 2024 12:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Hvernig skal takast á við slæma veðrið Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. 26. júlí 2024 12:35