Sóttu veikan ferðamann í éljagangi og fimm metra öldum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 11:43 Það voru ekki kjörnar aðstæður til björgunarflugs á Grænlandssundi í morgun. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall djúpt norður af Vestfjörðum vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun. Landhelgisgæslan greinir frá því í færslu á Facebook að sveitin hafi verið kölluð út í nótt og tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan fjögur. Stefnan var tekin á Ísafjörð þar sem fyllt var á eldsneytistanka þyrlunnar. Þaðan var flogið á haf út og á sjöunda tímanum í morgun var þyrlan komin að skemmtiferðaskipinu. Töluverður vindur var á staðnum eða um 40 hnútar. Það samsvarar rúmlega tuttugu metrum á sekúndu. Þá var einnig éljagangur og um fjögurra til fimm metra ölduhæð. „Áhöfn skemmtiferðaskipsins tók á móti tengilínu frá þyrlunni á þyrlupalli skipsins og fór sigmaður þyrlusveitarinnar um borð í skipið og undirbjó sjúklinginn fyrir hífingu um borð í þyrluna. Vel gekk að koma manninum um borð í þyrluna og var flogið með hann til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir í færslunni. Skemmtiferðaskipið var ansi langt út fyrir Íslandsstrendur þegar útkallið barst.Landhelgisgæslan Þyrlan sem fór í útkallið var TF-GRO og verður hún til taks á Akureyri á morgun en hin vaktin í viðbragðsstöðu í Reykjavík ef á þarf að halda. Landhelgisgæslan Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Landhelgisgæslan greinir frá því í færslu á Facebook að sveitin hafi verið kölluð út í nótt og tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan fjögur. Stefnan var tekin á Ísafjörð þar sem fyllt var á eldsneytistanka þyrlunnar. Þaðan var flogið á haf út og á sjöunda tímanum í morgun var þyrlan komin að skemmtiferðaskipinu. Töluverður vindur var á staðnum eða um 40 hnútar. Það samsvarar rúmlega tuttugu metrum á sekúndu. Þá var einnig éljagangur og um fjögurra til fimm metra ölduhæð. „Áhöfn skemmtiferðaskipsins tók á móti tengilínu frá þyrlunni á þyrlupalli skipsins og fór sigmaður þyrlusveitarinnar um borð í skipið og undirbjó sjúklinginn fyrir hífingu um borð í þyrluna. Vel gekk að koma manninum um borð í þyrluna og var flogið með hann til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir í færslunni. Skemmtiferðaskipið var ansi langt út fyrir Íslandsstrendur þegar útkallið barst.Landhelgisgæslan Þyrlan sem fór í útkallið var TF-GRO og verður hún til taks á Akureyri á morgun en hin vaktin í viðbragðsstöðu í Reykjavík ef á þarf að halda.
Landhelgisgæslan Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira