Hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 22:15 LeBron James fagnar körfu hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Catherine Steenkeste Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París. Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira
Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira