Óeirðir og mikil mótmæli, leidd af hægri öfgamönnum, hafa brotist út víðs vegar um Bretland eftir morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku. Tugir hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu.
Serbinn Novak Djokovic varð í dag Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga, hinum tuttugu og eins árs Carlos Alcaraz. Með því varð Djokovic elsti tennisleikarinn til að vinna Ólympíugullverðlaun.
Í kvöldfréttunum kíkjum við jafnframt á útgáfuhóf Tímarits hinsegin daga en þeir hefjast eftir helgi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.