Hann tók metið af goðsögninni Lisa Leslie sem leiddi bandaríska kvennaliðið lengi vel.
Skömmu eftir að hafa slegið metið var Durant mættur á samfélagsmiðilinn X með falleg skilaboð til Leslie.
„Lisa Leslie þú ert gyllta viðmiðið í boltanum. Ég kann að meta ást þína og stuðning í gegnum árin,“ skrifaði Durant meðal annars.
Records are meant to be broken, I’ll hold on to this until another great comes along and passes me up…Lisa Leslie you are the gold standard in basketball, I appreciate your love and support throughout the years..much love to you always…it’s all about the gold baby. Let’s get… pic.twitter.com/huJxy8Qywa
— Kevin Durant (@KDTrey5) August 7, 2024
Leslie skoraði 488 stig fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum en hún tók þátt 1996, 2000, 2004 og 2008.
Durant er kominn í 494 stig og mun klárlega bæta við það þar sem bandaríska landsliðið er komið í undanúrslit á ÓL í París þar sem Serbar bíða þeirra.