„Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 17:11 Einar Þorsteinsson segist líta málið alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa óskað eftir því að óháð úttekt verði gerð á málefnum leikskólans Brákarborgar og komist að því hvar ábyrgðin liggi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira