Svíar voru í góðri stöðu lungann úr leiknum en Frakkar tryggðu sér framlengingu með marki fjórtán sekúndum fyrir leikslok.
Sænska liðið virtist slegið því Frakkarnir hreinlega kafsigldu þær sænsku í framlengingunni.
Tamara Horacek var markahæst í franska liðinu með átta mörk og Esteele Nze Minko skoraði sjö. Laura Gæauser og Hatadou Sako vörðu svo samtals 20 skot í markinu.
Nathalie Hagman var atkvæðamest í liði Svíþjóðar með sex mörk. Kristín Þorleifsdóttir, sem á íslenska foreldra, skoraði fjögur mörk fyrir Svíþjóð.
Frakkland spilar við Noreg eða Danmörk í úrslitaleiknum en síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld.