„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 09:00 Albert Brynjar Ingason hélt mikla ræðu um stöðu mála hjá Fylki. stöð 2 sport Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira