Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Lovísa Arnardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. ágúst 2024 09:19 Lögreglan var við höfnina á Höfn í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu. Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu.
Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected].
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira