„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 14:53 Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK. Mynd Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra. HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra.
HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira