Barcelona pungar út 55 milljónum evra fyrir Olmo, sem gæti hækkað um sjö milljónir til viðbótar nái Olmo tilsettum árangri. Olmo skrifar undir samning til 2030.
Olmo er 26 ára gamall sóknartengiliður sem ólst upp fyrstu árin í Barcelona. Hann flutti 16 ára gamall til Króatíu og samdi við Dinamo Zagreb sem hann lék með í sex ár. Þaðan fór hann til Leipzig en er nú snúinn heim.
Olmo varð Evrópumeistari með Spáni í sumar og fór mikinn á Evrópumótinu.