De Ligt og Mazraoui til United á morgun Siggeir Ævarsson skrifar 11. ágúst 2024 08:00 Matthijs De Ligt hitar upp með hollenska landsliðinu vísir/Getty Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira