De Ligt og Mazraoui til United á morgun Siggeir Ævarsson skrifar 11. ágúst 2024 08:00 Matthijs De Ligt hitar upp með hollenska landsliðinu vísir/Getty Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira