Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar kemur lítið meira fram um þessi mál nema að málin í Breiðholti og Hafnarfirði hafi verið afgreidd á vettvangi.
Í Breiðholtinu var lögreglu óskað vegna einstaklings sem réðst á strætóbílstjóra og olli eignaspjöllum. Það mál er í rannsókn.
Annað mál varðaði strætisvagn en lögregla var kölluð út vegna óláta í strætisvagni í Garðabæ. Einn sem var í annarlegu ástandi var handtekinn og neitaði að segja til nafns eða að framvísa skilríkum. Fram kemur að hann verði vistaður í fangaklefa þangað til lögreglan geti rætt við hann og komist að því hver hann er.
Lögreglunni var tilkynnt um þjófnað og tilraun til innbrota í fjölda geymslugáma í miðbænum. Það mál er í rannsókn.
Þá var lögreglu óskað vegna ölvaðs ungmennis í Hafnarfirði. Ungmenninu var ekið á lögreglustöð þar sem hringt var í foreldra sem komu og sóttu hann.
Í Kópavogi var ekið á hjólreiðamann sem hlaut aflögun á fæti. Hann var fluttur á bráðamóttökuna.