Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 11:03 Daði Björnsson, við hlið Páls Jónssonar á lokadegi aðalmeðferðar í stóra kókaínmálinu svonefnda. Vísir Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21