Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Það hefur áður gerst að breyta þurfi leikskýrslu á vef KSÍ, vegna þess að byrjunarlið Stjörnunnar er ekki rétt í fyrstu útgáfu. vísir/Diego Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira