„Við gáfum þeim þetta mark“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 21:10 Rúnar Kristinsson (til hægri), þjálfari Fram. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. „Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
„Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05