Gústi B leitar sér að vinnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 12:41 Gústi B lítur björtum augum til framtíðar. Vísir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957. „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
„Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira