Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt? Kamma Thordarson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 „Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun