Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 06:56 Fólk flýr Khan Younis eftir rýmingartilskipun frá Ísraelsher á sunnudag. AP/Abdel Kareem Hana Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann. Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann.
Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira