Sagðir hafa lagt á ráðin um skemmdarverkin á Nord Stream í ölæði Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2024 10:34 Skemmtisnekkjan Andrómeda í þurrkví í Þýskalandi. Úkraínsk sérsveit er talin hafa notað hana til þess að fremja skemmdarverkin á Nord Stream-gasleiðslunum árið 2022. Vísir/Getty Hugmyndin um að vinna skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum er sögð hafa orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Herforingi hafi hunsað fyrirmæli Volodýmýrs Selenskíj forseta um að hætta við árásina. Rússnesku gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 skemmdust í miklum sprengingum í september árið 2022. Nord Stream 1 hafði flutt jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar höfðu skrúfað fyrir hana á þessum tíma og Nord Stream 2 var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Lengi var á huldu hver hefði staðið að skemmdarverkunum og flugu ásakanir og tilgátur, sem mismikil innistæða var fyrir, þvers og kruss. Böndin bárust á endanum að hópi Úkraínumanna sem var grunaður um að hafa siglt út á Eystrasalt á snekkju, kafað niður að leiðslunum og komið þar fyrir sprengjum. Óljóst hefur verið hver skipulagði og fjármagnaði aðgerðina. Nú segir bandaríska blaðið Wall Street Journal (áskriftarvefur) að hugmyndin að skemmdarverkunum hafi komið upp í einhvers konar bríarí og ölæði á meðal háttsettra yfirmanna úkraínska hersins og þarlendra kaupsýslumanna þegar þeir fögnuðu árangri sem hafði náðst í að hrinda innrás Rússa í maí 2022, þremur mánuðum eftir að stríðið hófst. „Ég hlæ alltaf þegar ég les vangaveltur í fjölmiðlum um einhverja risavaxna aðgerð með leyniþjónustu, kafbátum, drónum og gervitunglum. Það kom allt út úr miklu drykkjukvöldi og járnvilja lítils hóps fólks sem hafði kjark til þess að hætta lífi sínu fyrir landið sitt,“ hefur blaðið eftir einum þátttakandanum í aðgerðinni. Volodýmýr Selenskíj er sagður hafa veitt herforingja sínum ákúrur eftir skemmdarverkin en sá hafi látið sér fátt um finnast.Vísir/EPA CIA hvatti Selenskíj til þess að stöðva aðgerðina Ákveðið hafi verið að kaupsýslumennirnir fjármögnuðu aðgerðina þar sem herinn var ekki aflögufær og sífellt háðari erlendri hernaðaraðstoð. Herforingi með reynslu af sérstökum aðgerðum var fenginn til þess að stýra verkefninu en hann heyrði beint undir Valeríj Zaluzhníj, yfirmann úkraínska hersins. Selenskíj forseti er sagður hafa lagt blessun sína yfir aðgerðina. Þátttakendurnir í henni hafi talið gasleiðslurnar lögmætt skotmark í varnarstríði Úkraínumanna gegn Rússum. Hollenska leyniþjónustan, sem var vel tengd í heimshlutanum eftir að Rússar skutu niður malasíska farþegaþotu með fjölda Hollendinga um borð yfir Austur-Úkraínu árið 2014, komst á snoðir um ráðabruggið og varaði bandarísku leyniþjónustuna CIA við. Hún lét þýsk stjórnvöld vita. Þegar CIA varaði Selenskíj við því að halda áfram með skemmdarverkin er hann sagður hafa skipað Zaluzhníj að hætta við. Herforinginn hafi látið það sem vind um eyru þjóta. Bar hann því meðal annars við að ekki væri hægt að ná sambandi við sérsveitina sem var send til verksins til þess að ógna ekki öryggi aðgerðarinnar. Því væri ekki hægt að kalla hana til baka. Zaluzhníj lét af störfum hjá hernum fyrr á þessu ári og er nú sendiherra Úkraínu í Bretlandi. Hann hafnar því að hann viti nokkuð um skemmdarverkin. Úkraínuher hafi ekki haft heimild til þess að ráðast í aðgerðir utan landssteinanna og því hefði hann ekki getað komið nálægt þeim. Valeríj Zaluzhjní (f.m.) segist alls ekkert vita um skemmdarverkin á gasleiðsunum og að ásakanir um annað séu hreinar „ögranir“.Vísir/EPA Köfunarsérfræðingar og liðsforingi af vígstöðvunum Sveitin sem framdi skemmdarverkin er meðal annars sögð hafa verið skipuð úkraínskum liðsforingja sem hafði verið á vígvellinum en hafði reynslu sem skipstjóri og fjórum reyndum djúpköfurum. Hluti hópsins var óbreyttir borgarar, þar á meðal þrítug kona og kafari sem var öðrum þræði valin til þess að dulargervi hópsins sem vinir í fríi væri trúverðugara. Sex manna hópurinn leigði fimmtán metra langa skemmtisnekkju, Andrómedu, í þýsku borginni Rostock við Eystrasalt í gegnum pólska ferðaskrifstofu sem úkraínska leyniþjónustan kom á fót samkvæmt heimildum WSJ. Kafararnir eru svo sagðir hafa fest svonefnd HMX-sprengiefni með tímastýrðum sprengihettum fyrir á gasleiðslunum sem er á allt að áttatíu metra dýpi. Magn gass sem losnaði við sprengingarnar á botni Eystrasalts er sagt jafnast á við árslosun Danmerkur á gróðurhúsalofttegundum.EPA/varnarmálaráðuneyti Danmerkur Böndin bárust fljótt að Úkraínumönnum Sprengingarnar ollu miklu fjaðrafoki. Þjóðverjar, Danir, Svíar og Bandaríkjamenn sendu herskip, kafara, köfunardróna og flugvélar til þess að rannsaka svæðið. Gríðarlegt magn jarðgass vall upp úr sjónum í nokkra daga á eftir. Þjóðverjar eru sagðir hafa fengið upplýsingar um líklega aðild Úkraínumanna að árásinni fljótlega eftir hana. Í nóvember 2022 hafi þýska lögreglan haft Úkraínumenn grunaða um skemmdarverkin. Í umfjöllun Wall Street Journal segir að þýska lögreglan hafi safnað aragrúa sönnunargagna um úkraínsku aðgerðina, þar á meðal fingraför og lífsýni úr skemmdarvörgunum. Henni hafi þó ekki tekist að sýna fram á bein tengsl við Selenskíj forseta. Þjóðverjar hafa veitt Úkraínu mikinn fjárhaglegan og hernaðarlegan stuðning frá því að innrás Rússa hófst. Því er rannsóknin á skemmdarverkunum á gasleiðslunum viðkvæm. Málið er talið geta spillt samskiptum ríkjanna. Einn þeirra sem tók þátt í skemmdarverkunum, Roman Tsjervinskíj, ofursti og fyrrverandi leyniþjónustumaður, segist ekki mega ræða aðgerðina. Hún hafi hins vegar haft jákvæð áhrif fyrir Úkraínu. Skemmdarverkin hafi losað hreðjatak Rússa á Evrópuríkjum sem studdu Úkraínu en voru háð jarðgasi frá þeim. Rússar hafi í kjölfarið þurft að reiða sig á gasleiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu til að selja gas til Evrópu. Úkraínumenn fá prósentur af þeim flutningum. Ósamvinnuþýðir Pólverjar Pólsk yfirvöld virðast hafa verið þrándur í götu rannsakenda. Úkraínska teymið notaði Pólland að hluta til sem bækistöð fyrir aðgerðina og kom við í hafnarbænum Kolobrzeg. Þrátt fyrir að lögreglu hafi verið gert viðvart um að áhöfnin væri grunsamleg fékk hún að halda för sinni áfram. Embættismenn í Póllandi neituðu lengi vel að afhenda þýsku lögreglunni upptökur úr öryggismyndavélum frá höfninni. Fyrr á þessu ári tjáðu þeir Þjóðverjunum að upptökunum hefði verið eytt eins og venja sé skömmu eftir að Andrómeda lét úr höfn þaðan. Þýsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun í júní á hendur úkraínskum köfunarkennara sem þau telja að hafi tekið þátt í skemmdarverkunum samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla. Pólsk lögregluyfirvöld aðhöfðust ekkert eftir að handtökuskipunin var gefin út á hendur köfunarkennaranum. Hann er síðan talinn hafa snúið aftur til Úkraínu þaðan sem hann getur ekki fengist framseldur sem er meiriháttar áfall fyrir þýsku rannsóknina á skemmdarverkunum. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Tengdar fréttir Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. 26. september 2023 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Rússnesku gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 skemmdust í miklum sprengingum í september árið 2022. Nord Stream 1 hafði flutt jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar höfðu skrúfað fyrir hana á þessum tíma og Nord Stream 2 var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Lengi var á huldu hver hefði staðið að skemmdarverkunum og flugu ásakanir og tilgátur, sem mismikil innistæða var fyrir, þvers og kruss. Böndin bárust á endanum að hópi Úkraínumanna sem var grunaður um að hafa siglt út á Eystrasalt á snekkju, kafað niður að leiðslunum og komið þar fyrir sprengjum. Óljóst hefur verið hver skipulagði og fjármagnaði aðgerðina. Nú segir bandaríska blaðið Wall Street Journal (áskriftarvefur) að hugmyndin að skemmdarverkunum hafi komið upp í einhvers konar bríarí og ölæði á meðal háttsettra yfirmanna úkraínska hersins og þarlendra kaupsýslumanna þegar þeir fögnuðu árangri sem hafði náðst í að hrinda innrás Rússa í maí 2022, þremur mánuðum eftir að stríðið hófst. „Ég hlæ alltaf þegar ég les vangaveltur í fjölmiðlum um einhverja risavaxna aðgerð með leyniþjónustu, kafbátum, drónum og gervitunglum. Það kom allt út úr miklu drykkjukvöldi og járnvilja lítils hóps fólks sem hafði kjark til þess að hætta lífi sínu fyrir landið sitt,“ hefur blaðið eftir einum þátttakandanum í aðgerðinni. Volodýmýr Selenskíj er sagður hafa veitt herforingja sínum ákúrur eftir skemmdarverkin en sá hafi látið sér fátt um finnast.Vísir/EPA CIA hvatti Selenskíj til þess að stöðva aðgerðina Ákveðið hafi verið að kaupsýslumennirnir fjármögnuðu aðgerðina þar sem herinn var ekki aflögufær og sífellt háðari erlendri hernaðaraðstoð. Herforingi með reynslu af sérstökum aðgerðum var fenginn til þess að stýra verkefninu en hann heyrði beint undir Valeríj Zaluzhníj, yfirmann úkraínska hersins. Selenskíj forseti er sagður hafa lagt blessun sína yfir aðgerðina. Þátttakendurnir í henni hafi talið gasleiðslurnar lögmætt skotmark í varnarstríði Úkraínumanna gegn Rússum. Hollenska leyniþjónustan, sem var vel tengd í heimshlutanum eftir að Rússar skutu niður malasíska farþegaþotu með fjölda Hollendinga um borð yfir Austur-Úkraínu árið 2014, komst á snoðir um ráðabruggið og varaði bandarísku leyniþjónustuna CIA við. Hún lét þýsk stjórnvöld vita. Þegar CIA varaði Selenskíj við því að halda áfram með skemmdarverkin er hann sagður hafa skipað Zaluzhníj að hætta við. Herforinginn hafi látið það sem vind um eyru þjóta. Bar hann því meðal annars við að ekki væri hægt að ná sambandi við sérsveitina sem var send til verksins til þess að ógna ekki öryggi aðgerðarinnar. Því væri ekki hægt að kalla hana til baka. Zaluzhníj lét af störfum hjá hernum fyrr á þessu ári og er nú sendiherra Úkraínu í Bretlandi. Hann hafnar því að hann viti nokkuð um skemmdarverkin. Úkraínuher hafi ekki haft heimild til þess að ráðast í aðgerðir utan landssteinanna og því hefði hann ekki getað komið nálægt þeim. Valeríj Zaluzhjní (f.m.) segist alls ekkert vita um skemmdarverkin á gasleiðsunum og að ásakanir um annað séu hreinar „ögranir“.Vísir/EPA Köfunarsérfræðingar og liðsforingi af vígstöðvunum Sveitin sem framdi skemmdarverkin er meðal annars sögð hafa verið skipuð úkraínskum liðsforingja sem hafði verið á vígvellinum en hafði reynslu sem skipstjóri og fjórum reyndum djúpköfurum. Hluti hópsins var óbreyttir borgarar, þar á meðal þrítug kona og kafari sem var öðrum þræði valin til þess að dulargervi hópsins sem vinir í fríi væri trúverðugara. Sex manna hópurinn leigði fimmtán metra langa skemmtisnekkju, Andrómedu, í þýsku borginni Rostock við Eystrasalt í gegnum pólska ferðaskrifstofu sem úkraínska leyniþjónustan kom á fót samkvæmt heimildum WSJ. Kafararnir eru svo sagðir hafa fest svonefnd HMX-sprengiefni með tímastýrðum sprengihettum fyrir á gasleiðslunum sem er á allt að áttatíu metra dýpi. Magn gass sem losnaði við sprengingarnar á botni Eystrasalts er sagt jafnast á við árslosun Danmerkur á gróðurhúsalofttegundum.EPA/varnarmálaráðuneyti Danmerkur Böndin bárust fljótt að Úkraínumönnum Sprengingarnar ollu miklu fjaðrafoki. Þjóðverjar, Danir, Svíar og Bandaríkjamenn sendu herskip, kafara, köfunardróna og flugvélar til þess að rannsaka svæðið. Gríðarlegt magn jarðgass vall upp úr sjónum í nokkra daga á eftir. Þjóðverjar eru sagðir hafa fengið upplýsingar um líklega aðild Úkraínumanna að árásinni fljótlega eftir hana. Í nóvember 2022 hafi þýska lögreglan haft Úkraínumenn grunaða um skemmdarverkin. Í umfjöllun Wall Street Journal segir að þýska lögreglan hafi safnað aragrúa sönnunargagna um úkraínsku aðgerðina, þar á meðal fingraför og lífsýni úr skemmdarvörgunum. Henni hafi þó ekki tekist að sýna fram á bein tengsl við Selenskíj forseta. Þjóðverjar hafa veitt Úkraínu mikinn fjárhaglegan og hernaðarlegan stuðning frá því að innrás Rússa hófst. Því er rannsóknin á skemmdarverkunum á gasleiðslunum viðkvæm. Málið er talið geta spillt samskiptum ríkjanna. Einn þeirra sem tók þátt í skemmdarverkunum, Roman Tsjervinskíj, ofursti og fyrrverandi leyniþjónustumaður, segist ekki mega ræða aðgerðina. Hún hafi hins vegar haft jákvæð áhrif fyrir Úkraínu. Skemmdarverkin hafi losað hreðjatak Rússa á Evrópuríkjum sem studdu Úkraínu en voru háð jarðgasi frá þeim. Rússar hafi í kjölfarið þurft að reiða sig á gasleiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu til að selja gas til Evrópu. Úkraínumenn fá prósentur af þeim flutningum. Ósamvinnuþýðir Pólverjar Pólsk yfirvöld virðast hafa verið þrándur í götu rannsakenda. Úkraínska teymið notaði Pólland að hluta til sem bækistöð fyrir aðgerðina og kom við í hafnarbænum Kolobrzeg. Þrátt fyrir að lögreglu hafi verið gert viðvart um að áhöfnin væri grunsamleg fékk hún að halda för sinni áfram. Embættismenn í Póllandi neituðu lengi vel að afhenda þýsku lögreglunni upptökur úr öryggismyndavélum frá höfninni. Fyrr á þessu ári tjáðu þeir Þjóðverjunum að upptökunum hefði verið eytt eins og venja sé skömmu eftir að Andrómeda lét úr höfn þaðan. Þýsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun í júní á hendur úkraínskum köfunarkennara sem þau telja að hafi tekið þátt í skemmdarverkunum samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla. Pólsk lögregluyfirvöld aðhöfðust ekkert eftir að handtökuskipunin var gefin út á hendur köfunarkennaranum. Hann er síðan talinn hafa snúið aftur til Úkraínu þaðan sem hann getur ekki fengist framseldur sem er meiriháttar áfall fyrir þýsku rannsóknina á skemmdarverkunum.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Tengdar fréttir Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. 26. september 2023 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01
Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. 26. september 2023 16:00