„Týpísk pólitík að tefja málið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 10:55 Jón Ingi segir ósamræmis gæta í málflutningi meirihlutans. Vísir/Samsett Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann. Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann.
Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30