Krefst að lágmarki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2024 11:55 Pétur Jökull Jónasson þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Vísir/Vilhelm Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari gerði í málflutningi sínum þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki vægari dóm en Birgir Halldórsson sem áður hefur hlotið dóm í málinu. Hann fékk sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Raunar benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra í keðjunni en fyrrnefndur Birgir. Snorri Sturluson verjandi Péturs Jökuls sagði á móti engin bein sönnunargögn í málinu og sagði heilmikla galla á rannsókn lögreglu í málinu. Nánar verður gert grein fyrir málflutningi saksóknara og verjanda á Vísi síðar í dag. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari gerði í málflutningi sínum þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki vægari dóm en Birgir Halldórsson sem áður hefur hlotið dóm í málinu. Hann fékk sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Raunar benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra í keðjunni en fyrrnefndur Birgir. Snorri Sturluson verjandi Péturs Jökuls sagði á móti engin bein sönnunargögn í málinu og sagði heilmikla galla á rannsókn lögreglu í málinu. Nánar verður gert grein fyrir málflutningi saksóknara og verjanda á Vísi síðar í dag.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34
Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35
Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35