Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 12:35 Lögreglan segir mikilvægt að tilkynna ef ekið er á fólk enda séu áverkar ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]. Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Meðvirkni sé ein af grunnstoðum ofbeldis Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected].
Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Meðvirkni sé ein af grunnstoðum ofbeldis Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Sjá meira