Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 13:31 Stefán Teitur ræðir við dómara leiks Swansea City og Preston North End. Ian Cook/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins. Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira