Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 16:44 Orri Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti en FCK missteig sig hins vegar í dag. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira