Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 16:50 Jökull og félagar í Kaleo hafa í nógu að snúast í Los Angeles. Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira