Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:01 KR og HK eru í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega stigin úr leiknum. Vísir/Diego KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR
Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira