Kristinn Pálsson, Hjálmar Stefánsson og Frank Aron Booker hafa allir skrifað undir tveggja ára samning eða til ársins 2026. Þeir verða því allir með liðinu í Bónus deildinni í vetur.
Kristinn var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili og Frank Aron var frábær í úrslitakeppninni þegar liðið varð meistari þrátt fyrir að Bandaríkjamaður liðsins hafi meiðst. Hjálmar er líka gríðarlega mikilvægur liðinu.
Kristinn var á sínu fyrsta tímabili á Hlíðarenda síðasta vetur en hinir tveir hafa verið nokkur ár í herbúðum liðsins.
Á síðustu leiktíð var Kristinn Pálsson með 16,6 stig, 6,3 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali á öllu Íslandsmótinu.
Á síðustu leiktíð var Frank Aron Booker með 10,3 stig, 5,9 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á öllu Íslandsmótinu. Hann skoraði 11,1 stig í leik í úrslitakeppninni en 9,6 stig í leik í deildinni.
Á síðustu leiktíð var Hjálmar Stefánsson með 4,3 stig, 4,8 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali á öllu Íslandsmótinu.