Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2024 12:31 Tekjuhæstu þjálfarar á Íslandi 2023. vísir/hulda margrét/diego Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira